Hátíðarvagninn
Innblásturinn kemur frá öðrum löndum eins og Danmörku og Þýskalandi, þar sem hægt er að grípa sér heitt súkkulaði á jólaröltinu. Hugmyndin að því að hafa nokkrar tegundir að súkkulaði kemur frá Hotel Chockolat sem varr meðal annars staðsett í Kaupmannahöfn og London.
Viðtökurnar fyrsta tímabilið fóru langt fram úr væntingum og voru fyrstu jólin okkar í miðbæ Reykjavíkur draumi líkast.
Hátíðarvaginn opnaði að nýju 1. nóvember 2022. Fyrsti opnunardagur á ári hverju er 1. nóvember og er opið flest alla daga í nóvember og desember á ári hverju. Hátíðarvagninn er staðsettur á Bernhöftstorfu, sem er torgið á horni Lækjargötu og Bankastræti. Við erum á Google Maps. Smelltu hér til að sjá staðsetninguna.
Ef þú hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir sem þú vilt koma á framfæri, þá hvetjum við þig til að hafa samband við okkur í gegnum netfangið hatidarvagninn@gmail.com.
Við erum í jólaskapi allan ársins hring, svo þú getur haft samband hvenær sem er.
Upplýsingar um fyrirtækið:
Hátíðarvagninn ehf
Kennitala: 650822-0480
Vsk. númer: 164608
Heimilsfang: Glósalir 3, 201 Kópavogur