Hátíðarvagninn

Hátíðarvagninn var stofnaður í nóvember 2021. Arnfríður Helgadóttir, 18 ára gömul, keypti matarvagn og langaði að efla jólaandann í Reykjavík. Systurnar Arnfríður og Sandra nýttu árið 2021 til þess að þróa hina fullkomnu uppskrift af heitu súkkulaði. 

Innblásturinn kemur frá öðrum löndum eins og Danmörku og Þýskalandi, þar sem hægt er að grípa sér heitt súkkulaði á jólaröltinu. Hugmyndin að því að hafa nokkrar tegundir að súkkulaði kemur frá Hotel Chockolat sem varr meðal annars staðsett í Kaupmannahöfn og London.

Viðtökurnar fyrsta tímabilið fóru langt fram úr væntingum og voru fyrstu jólin okkar í miðbæ Reykjavíkur draumi líkast. 

Hátíðarvaginn opnaði að nýju 1. nóvember 2022. Fyrsti opnunardagur á ári hverju er 1. nóvember og er opið flest alla daga í nóvember og desember á ári hverju.  Hátíðarvagninn er staðsettur á Bernhöftstorfu, sem er torgið á horni Lækjargötu og Bankastræti. Við erum á Google Maps. Smelltu hér til að sjá staðsetninguna. 

Ef þú hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir sem þú vilt koma á framfæri, þá hvetjum við þig til að hafa samband við okkur í gegnum netfangið hatidarvagninn@gmail.com. 

Við erum í jólaskapi allan ársins hring, svo þú getur haft samband hvenær sem er.  

 

Upplýsingar um fyrirtækið: 

Hátíðarvagninn ehf 

Kennitala: 650822-0480

Vsk. númer: 164608

Heimilsfang: Glósalir 3, 201 Kópavogur