Bollarnir okkar

Við leggjum mjög mikið upp úr gæðum. Við viljum að hver einasti sopi sé einstakur og ljúffengur. Jólin eru svo einstaklega dásamlegur tími og hvert augnablik er mikilvægt. Við höfum þróað uppskriftir sérstaklega fyrir hvern og einn bolla. 

Hátíðarbollinn 

Hátíðarbollinn er klassískt hágæða heitt súkkulaði úr 45% Nóa Siríus súkkulaði ásamt okkar fullkomnu blöndu af hráefnum. Þessi bolli er fyrir þá sem vilja hefðbundinn bolla með þeyttum rjóma og Nóakroppi eða súkkulaðispænir.  

Stúfur

Stúfur er hágæða heitt súkkulaði með saltkaramellu Nóa Siríus súkkulaði. Þessi bolli er sérstaklega fyrir þá sem vilja extra sætan bolla. Það er smá saltkaramellu keimur til viðbótar við góða Nóa Siríus súkkulaðibragðið. Þessi bolli eru toppaður með þeyttum rjóma og karamellukúlum.

Nóa Siríus bollinn

Nóa Siríus bollinn kemur svo ótrúlega skemmtilega á óvart. Hann er unninn úr appelsínukaramellu rjómasúkkulaði frá Nóa Siríus í bland við 45% Nóa Siríus súkkulaði. Bollinn er toppaður með rjóma og karamellukúlum. Sama hvort þú borðar appelsínu súkkulaði eða ekki, þá er þetta bolli sem þú VERÐUR að smakka. Þessi bolli sameinar svo skemmilega mismunandi brögð og það kemur ótrúlega góður keimur af appelsínukaramellu súkkulaðinu. Við systurnar borðum hvorugar appelsínu súkkulaði, en þessi bolli er kominn í uppáhald hjá okkur, enda vorum við extra lengi að þróa uppskriftina fyrir þennan bolla og Rúdolf. 

Jólakötturinn - NÝR 2022

Við munum þróa nýjan bolla fyrir hvert ár og árið 2022 ákváðum við að þróa bolla sem inniheldur æði allra Íslendinga, HOCKEY PULVER. Jólakötturinn er gómsætt heitt súkkulaði úr 45% Nóa Síríus súkkulaði, blandað með Hokey Pulver og toppað með þeyttum rjóma og piparnóakroppi. 

Vegan bollinn

Við styðjum að sjálfsögðu alla sem eru vegan og viljum bjóða upp á hágæða heitt súkkulaði fyrir þá sem kjósa þann lífstíl. Í vegan bollann notum við haframjólkina Heiðu ásamt 45% Nóa Siríus súkkulaði sem er vegan. Bollinn er svo toppaður með vegan sprauturjóma og súkkulaðispænum.  

Rúdolf - var í boði 2021

Rúdolf bollinn er unninn úr bismark rjómasúkkulaði frá Nóa Siríus í bland við 45% Nóa Siríus súkkulaði. Það fór mikil vinna í að fullkomna uppskriftina fyrir Rúdolf og Nóa Siríus bollann. Það kom í ljós að það var of lítið bragð af bollanum þegar það var einungis rjómasúkkulaði á móti mjólkinni, svo það þurfti að finna fullkomið jafnvægi á milli bismark rjómasúkkulaðisins og 45% Nóa Siríus súkkulaðisins. Rúdolf bollinn er svo toppaður með súkkulaðispænum og litlum sætum jólastaf. Við mælum sérstaklega með Rúdolf bollanum fyrir þá sem vilja koma sér í extra mikinn jólagír og prófa eitthvað aðeins öðruvísi.