Collection: Fyrirtækjaþjónusta

  • Fyrirtækja heimsóknir

    Fyrirtæki greiða fyrir heimsóknina og bollana sem keyptir eru. 

    Ef þú hefur áhuga á að fá heitt súkkulaði frá Hátíðarvagninum í þitt fyrirtæki, endilega hafðu samband í gegnum netfangið hatidarvagninn@gmail.com. 

    Ýtarlegri upplýsingar

    Hátíðarvagninn býður upp á Hátíðarheimsókn í fyrirtæki fyrir jólin 2024. Bókaðu tíma sem er í boði hér og veldu fjölda starfsmanna. Flestar fyrirtækjaheimsóknir fara fram í hádeginu eða kl. 15:00. 

    Innifalið í heimsókn: 

    • 1-2 jólalegir starfsmenn á vegum Hátíðarvagnsins mæta á vinnustaðinn með tilbúið heitt súkkulaði í hitabrúsum, einnig getum við útbúið súkkulaðið á staðnum. 
    • 2-3 bragðtegundir af bollunum sem eru á boðstólnum hjá Hátíðarvagninum
    • Ljómandi heitt súkkulaði fyrir alla starfsmenn í hinum jólalegu Hátíðarbollum Hátíðarvagnsins
    • Jólatónlist

    Ef þú sérð ekki tímasetningu hér sem hentar fyrir þitt fyrirtæki, endilega hafðu samband í síma 787-5552 eða sendu tölvupóst á hatidarvagninn@gmail.com. 

    Fyrirtæki greiða fyrir heimsóknina og fjölda bolla, um leið og bókun hefur borist, sendum við tölvupóst á netfangið sem var notað við bókun til að fá upplýsingar um fjölda starfsmanna og sendum í kjölfarið tilboð í heimsókn. 

    Hlökkum til að fagna jólunum með ykkur. 

Hafa samband vegna fyrirtækjaþjónustu